Ávarp forstjóra

Ávarp

Hermann Jónasson

forstjóri HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) tók til starfa 1. janúar 2020 með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar.

Stofnunin skal lögum samkvæmt starfa að verkefnum á sviði húsnæðismála, mannvirkjamála, brunavarna, rafmagnsöryggismála og mála er varða byggingavörur. Á fyrsta stjórnarfundi HMS var samþykkt skipurit, stefna og framtíðarsýn til ársins 2023, sem og starfsáherslur fyrir árið 2020.

Í stefnumótunarvinnunni var horft til þess að einblína fyrst og fremst á þjónustuhlutverk gagnvart almenningi og skapa aukna skilvirkni í rekstri. Framtíðarsýn HMS er skýr; að vera leiðandi í opinberri þjónustu við almenning og auka samstarf á milli hins opinbera, almennings og atvinnulífsins. Sérstakar þjónustumælingar hafa verið teknar upp hjá HMS ásamt því að mæla hvernig fjármunir nýtast í þjónustu við almenning. Þetta er gert með því að mæla hlutfall stöðugilda í beinni þjónustu á móti stöðugildum í innri starfsemi. Með þessum tveimur aðgerðum er okkur gert betur kleift að fylgja stefnunni eftir.

Markmiðið er að sem stærstur hluti þeirra fjármuna sem ráðstafað er til reksturs HMS fari í þjónustuveitingu. Starfsemi HMS gekk afar vel á árinu 2020 þrátt fyrir þá miklu áskorun sem fólst í sameiningu ríkisstofnananna tveggja; Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs. Starfsáherslur hinnar sameinuðu stofnunar fyrir árið 2020 voru eftirfarandi: – Skipulagt samstarf við hagaðila og aukin samræming á sviði brunavarna og byggingaeftirlits. – Stuðla að uppbyggingu og aðgengi að hagkvæmu og heilnæmu húsnæði. Til að fylgja starfsáherslunum eftir var lokið við 21 af 25 lykilverkefnum sem skilgreind voru í upphafi árs auk þess sem 53 átaks- og umbótaverkefnum var lokið. Til marks um góðan árangur í því sambandi jókst starfsánægja starfsmanna mikið á árinu, eða úr 3,5 í 4,39 samkvæmt mælingum HR Monitor. Sú þróun er afar jákvæð, ekki síst þegar horft er til hins mikla umbótastarfs og breytinga á verkefnum starfsmanna sem fylgdu skipulagi nýrrar stofnunar. Þá skilaði rekstur HMS jákvæðum rekstrarafgangi árið 2020 að fjárhæð 241 milljón kr. Umfangsmiklar áherslubreytingar í rekstri HMS í kjölfar sameiningarinnar skiluðu auk þess 20% hagræðingu fyrir ríkissjóð eða 551 milljón kr.

Með aukinni skilvirkni í rekstri og samlegð var HMS unnt að taka við nýjum verkefnum án þess að fá viðbótarframlag vegna þeirra á fjárlögum. – Innleiðing stafrænnar stjórnsýslu og samræmd upplýsingagjöf um húsnæðis- og mannvirkjamál. – Áhersla á árangursríka fyrirtækjamenningu, heilsusamlegt umhverfi og ábyrgan rekstur. 4 Mörgum stórum og stefnumótandi verkefnum var jafnframt hrint í framkvæmd á helstu málefnasviðum HMS, í samræmi við starfsáherslur ársins 2020. Má þar nefna breytingar til að auka skilvirkni í eftirliti með mannvirkjagerð, nýtt fyrirkomulag fjármögnunar félagslegra lána líkt og með tilkomu hlutdeildarlána, kortlagningu vistspors byggingaiðnarins auk þess sem eftirlit með brunavörnum var stóreflt og ný starfseining í brunamálum sett á laggirnar á Sauðárkróki. Markmið stjórnvalda með stofnun HMS var að einfalda stjórnsýslu húsnæðis- og mannvirkjamála og hagræða í rekstri hins opinbera. Einnig að búa til öfluga stofnun sem hefði bolmagn til að sinna öllum lögbundnum verkefnum sínum og getu til að sinna vel leiðbeiningahlutverki sínu gagnvart almenningi og atvinnulífinu. Rekstur HMS á fyrsta starfsári hefur berlega leitt í ljós að hægt er að framfylgja stefnumótun stjórnvalda með sameiningu stofnana. Umtalsverður árangur hefur náðst á flestum málefnasviðum stofnunarinnar auk hagræðingar í rekstri hins opinbera. Þakka ber öflugu starfsfólki stofnunarinnar sem hefur borið hitann og þungann af vinnunni. Eins og fram kemur í þessari ársskýrslu er starfsemi HMS afar umfangsmikil og fer stofnunin með framkvæmd 14 lagabálka og 40 reglugerða. Hjá HMS eru spennandi tímar framundan og umbreytingar í gangi á nánast öllum málefnasviðum stofnunarinnar. Þannig vinnur HMS nú að aukinni innleiðingu stafrænna lausna til að geta veitt betri og notendavænni þjónustu og um leið einfaldað ferla fyrir starfsmenn og viðskiptavini, m.a. í gegnum nýja mannvirkjaskrá, húsnæðisbótakerfi, brunagátt, rafmagnsgátt og húsnæðisgrunn. Stóra verkefni HMS er að stuðla að heillavænlegri framþróun íslensks samfélags til framtíðar. Þar skipa loftslagsmálin stóran sess, einföldun regluverks til að bæta starfsumhverfi byggingariðnaðarins ásamt bættri gagnaöflun og áætlanagerð til að tryggja aukinn stöðugleika á húsnæðismarkaði. Við erum rétt að byrja.

 Many desktop publishing packages and web page editors now use Lorem Ipsum as their default model text, and a search for ‘lorem ipsum’ will uncover many web sites still in their infancy.