Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Ársskýrsla 2021

Ávarp stjórnar og forstjóra HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) tók til starfa 1. janúar 2020
með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Stofnunin
skal lögum samkvæmt starfa að verkefnum á sviði húsnæðismála,
mannvirkjamála, brunavarna, rafmagnsöryggismála og mála er varða
byggingavörur.
Á fyrsta stjórnarfundi HMS var samþykkt skipurit, stefna og
framtíðarsýn til ársins 2023, sem og starfsáherslur fyrir árið 2020. Í
stefnumótunarvinnunni var horft til þess að einblína fyrst og fremst
á þjónustuhlutverk gagnvart almenningi og skapa aukna skilvirkni í
rekstri. Framtíðarsýn HMS er skýr; að vera leiðandi í opinberri þjónustu
við almenning og auka samstarf á milli hins opinbera, almennings
og atvinnulífsins. 

Hermann Jónasson

Forstjóri HMS

Kafli 3

Mannauður

Hjá HMS störfuðu í árslok 2020 alls 104 starfsmenn í tæplega 102 stöðugildum, með afar fjölbreyttan bakgrunn.