Ástarbréf

Biggi + Tinna

Hrútur, elskhugi meyja;

Tinna

Elskhugi þinn er fær um að uppfylla þína innstu drauma en ekki bæla styrkinn sem býr innra með þér, greind þína og ekki síður öflugar ástríður í sambandinu…

Meyja, elskhugi hrútur;

Biggi

Saman eruð þið ósigrandi ef þú sérð um framkvæmdir og hrúturinn um hugmyndavinnuna.  Þú ert drífandi og ör þegar kemur að því að ljúka verkefni sem krefst mikillar vinnu.  Hrúturinn er fæddur hugmyndasmiður og langt frá því að vera smámunasamur líkt og þú…  

Viltu hitta mig á sama stað?

Ástin mín

Ég hef verið upp og niður, við hliðina á mér og út á túni marg oft á síðastliðnum mánuðum. Ég veit að það hefur tekið á og oft valdið þér óöryggi og óþægindum. Mér þykir það leitt og bið þig innilega afsökunar á þessari hegðun minni. Ég er enn að læra. Enn að læra hvernig þú virkar. Enn að læra hvernig ég virka og enn að læra á það hvernig við virkum saman. Það sem merkilegt er, er að ég vissi lengi vel og enn betur í dag að við dönsum í takt, ég var bara óöruggur, enda ég byrjandi en þú pro dansari 🙂

 

Síðustu dagar / vika eru búin að vera mér svo dýrmætur tími. Tími sem hefur speglað fram allt það sem við höfum að geyma fyrir hvort annað. Ást, vinskap og virðingu. Allt það sem við reyndum svo lengi að koma í orð. Fyrir það er ég okkur þakkalátur <3 

 

Nú sit ég hér og rita þessi orð á þorláksmessukvöldi, heima hjá okkur með Úlfu sofandi í næsta herbergi og Nóa inn í tjaldi. Við erum hér þrjú að bíða eftir að þú komir heim, heim til okkar.  

Ég vil hvergi annarstaðar vera og er þér svo innilega þakklátur fyrir allt. 

 

Ég elska þig.